Sprengisandur: Framtíð Grindavíkur, ný tækni og verðbólga Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 21.1.2024 09:30
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21.1.2024 08:00
Bílvelta og árekstrar Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku. 21.1.2024 07:10
Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21.1.2024 06:55
Bæjarstjóri sagði samsæringi að fara í rassgat Len Slat, bæjarstjóri Thames- Coromandel í Nýja-Sjálandi, segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum, eftir að hann sagði samsæringi sem sýndi opinberum starfsmönnum ógnandi hegðun að „fara í rassgat“. Það gerði hann í formlegum pósti borgarstjóra eftir að maðurinn hafði beðið um nöfn starfsfólks bæjarstjórnarinnar og heimilisföng þeirra. 20.1.2024 11:30
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20.1.2024 10:03
Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. 20.1.2024 09:05
Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20.1.2024 07:55
Unglingur skemmdi lögreglubíl Þegar lögregluþjónar voru kallaðir til aðstoðar vegna unglingasamkvæmis í Árbæ gærkvöldi var einn unglingur handtekinn, eftir að hann skemmdi lögreglubíl. Í dagbók lögreglu segir að málið verði unnið með barnavernd og forráðamönnum. 20.1.2024 07:17
Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19.1.2024 14:22