Hinn særði er sagður alvarlega særður en ekki í lífshættu.
Ríkisútvarp Kanada hefur eftir lögreglustjóranum í Ottawa að málið sé ekki talið tengjast heimilisofbeldi og segir lögreglan að hættan sé yfirstaðin. Hann vildi annars ekkert segja um möguleg tengsl mannsins sem hefur verið handtekinn og hinna látnu.
Skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi bárust tilkynningar til neyðarlínunnar í Kanada og var kallað eftir aðstoð til húss við Berrigan Drive í Barahaven og þegar viðbragðsaðila bar að garði tók við þeim ófögur sýn.
Lögreglan hefur að öðru leyti lítið gefið út um málið og segir frekari upplýsinga að vænta í dag.
OPS is on the scene of a homicide, in the 300 block of Berrigan Dr., with multiple victims confirmed deceased. One additional person has been taken to an Ottawa area hospital with serious but non life threatening injuries. One arrest has been made. There is no continued threat
— OPS Operations (@DutyInspector) March 7, 2024