Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6.2.2024 10:07
Alvöru „Stunt“ keppni í GTA Það verður mikið stuð á strákunum í GameTíví í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla þeir að keppa sín á milli í „Stunt races“ í Grand Theft Auto Online. 5.2.2024 19:31
Stofna til óháðrar rannsóknar á UNRWA António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur stofnað óháðan rannsóknarhóp sem á að skoða starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakana um að nokkrir af þúsundum starfsmanna stofnunarinnar hafi tekið þátt í árásum Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. 5.2.2024 16:56
Áfram kvikusöfnun undir Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, þó hægt hafi aðeins á landrisi síðustu daga. Svipað ferli er sagt hafa átt sér stað fyrir kvikuhlaupin og eldgosin sem urðu á svæðinu í janúar og í desember. 5.2.2024 16:21
Tveggja bíla árekstur í Ártúnsbrekku Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang. 5.2.2024 15:17
Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5.2.2024 15:02
Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. 5.2.2024 12:35
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5.2.2024 11:44
Mun færri nýjar íbúðir en þörf er á Nýjum íbúðum fjölgaði um 3.079 á síðasta ári en það er langt frá því að uppfylla íbúðaþörf á landinu. Íbúðum hefði þurft að fjölga um að minnsta kosti fjögur þúsund til að uppfylla þá þörf sem er fyrir hendi og bendir samdráttur í húsnæðisuppbyggingu til þess að enn muni draga úr framboði á nýju húsnæði á næstu árum. 5.2.2024 10:53
Aftur mikil flóð í Kaliforníu Gífurleg rigning og hvass vindur hefur leitt til flóða og aurskriða í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hundruð þúsunda heimila eru sögð hafa orðið rafmagnslaus þegar rafmagnslínur slitnuðu. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem Kalifornía verður fyrir óveðri sem þessu. 5.2.2024 10:31