Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2024 15:54 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi. Trump deildi níu daga gamalli færslu frá íhaldssömum aðgerðasinna á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðli, í morgun. Aðgerðasinninn, sem heitir Tom Fitton, sagðist þar hafa heyrt fregnir af því að Trump ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og binda enda á „innrás Bidens“ með umfangsmiklum brottvísunum og nota herinn til þessa. „Satt!!!“ skrifaði Trump. Skjáskot af færslu Trumps á TruthSocial. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um að vísa öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega úr landi og hefur hann einnig ítrekað stungið upp á því að nota herinn til verksins. Þá hefur hann heitið því að einbeita sér fyrst að farand- og flóttafólki sem hefur komist í kast við lögin. Eins og fram kemur í frétt Forbes áætla starfsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna að um ellefu milljónir manna haldi þar til ólöglega. Þá stefnir Trump einnig að því að loka á aðgang fólks frá tilteknum löndum að Bandaríkjunum, stöðva fjármögnun til svokallaðra „skjólborga“ og meina farand- og flóttafólki að vera í Bandaríkjunum á meðan mál þeirra eru tekin fyrir. Ráðgjafar Trumps, eins og Stephen Miller, verðandi aðstoðarstarfsmannastjóri hans, hafa lagt til að mögulega verði reistar stórar búðir þar sem hýsa á fólk sem safnað verður saman, áður en það verður flutt úr landi. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Trump að hann ætlaði að gera Tom Homan, fyrrverandi yfirmann innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), að svokölluðum „landamærakeisara“ sínum. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Trump deildi níu daga gamalli færslu frá íhaldssömum aðgerðasinna á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðli, í morgun. Aðgerðasinninn, sem heitir Tom Fitton, sagðist þar hafa heyrt fregnir af því að Trump ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og binda enda á „innrás Bidens“ með umfangsmiklum brottvísunum og nota herinn til þessa. „Satt!!!“ skrifaði Trump. Skjáskot af færslu Trumps á TruthSocial. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um að vísa öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega úr landi og hefur hann einnig ítrekað stungið upp á því að nota herinn til verksins. Þá hefur hann heitið því að einbeita sér fyrst að farand- og flóttafólki sem hefur komist í kast við lögin. Eins og fram kemur í frétt Forbes áætla starfsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna að um ellefu milljónir manna haldi þar til ólöglega. Þá stefnir Trump einnig að því að loka á aðgang fólks frá tilteknum löndum að Bandaríkjunum, stöðva fjármögnun til svokallaðra „skjólborga“ og meina farand- og flóttafólki að vera í Bandaríkjunum á meðan mál þeirra eru tekin fyrir. Ráðgjafar Trumps, eins og Stephen Miller, verðandi aðstoðarstarfsmannastjóri hans, hafa lagt til að mögulega verði reistar stórar búðir þar sem hýsa á fólk sem safnað verður saman, áður en það verður flutt úr landi. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Trump að hann ætlaði að gera Tom Homan, fyrrverandi yfirmann innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), að svokölluðum „landamærakeisara“ sínum. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33
Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43