Vilja þvinga Google til að selja Chrome Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 14:37 Chrome er stór hluti af rekstri Google. Getty/Avishek Das Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að Google verði gert að selja reksturinn varðandi Chrome vafrann. Fyrr á þessu ári komst dómari að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi brotið margvísleg samkeppnislög og misnotað markaðsráðandi stöðu þess. Ný krafa ráðuneytisins markar að líkindum áframhaldandi lagabaráttu en lögmenn ráðuneytisins segja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, nauðsynlegt að aðskilja leitarvél Google frá öðrum hlutum fyrirtækisins, eins og rekstri Crome og rekstri Android stýrikerfisins. Þegar kemur að markaði netvafra er áætlað að markaðshlutdeild Chrome sé um tveir þriðju. Allar leitir í þeim vafra fara gegnum leitarvél Google, nema notendur breyti því sérstaklega. Sjá einnig: Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Lögmenn ráðuneytisins hafa einnig krafist þess að Google verði meinað að setja eigin leitarvél ofar öðrum innan Android-stýrikerfisins sem hannað er fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur. Þá vilja þeir einnig að Google verði bannað að greiða öðrum fyrirtækjum fyrir að vera helsta leitarvél innan annarra stýrikerfa og vafra. Google borgar Apple til að mynda umfangsmiklar upphæðir á hverju ári fyrir það að vera leitarvél Safari-vafra Apple. WSJ segir að um helmingur allra leita á netinu í Bandaríkjunum fari gegnum vörur þar sem Google hefur borgað fyrir að vera í fyrsta sæti. Óljóst hvað Trump gerir Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt mikið púður í að reyna að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Með því markmiði hefur dómsmálaráðuneytið höfðað mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, Apple og Amazon. Google-málið var það fyrsta sem rataði í dómsal. Sjá einnig: Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Nýr dómsmálaráðherra mun væntanlega taka við störfum í Bandaríkjunum á næsta ári. Óljóst er hvort það muni hafa mikil áhrif á málaferlin gegn Google, þar sem Repúblikanar hafi heilt yfir stutt aðgerðir gegn Google, enda hófust þær árið 2020, þegar Trump var enn forseti. Bandaríkin Google Tækni Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Sjá meira
Ný krafa ráðuneytisins markar að líkindum áframhaldandi lagabaráttu en lögmenn ráðuneytisins segja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, nauðsynlegt að aðskilja leitarvél Google frá öðrum hlutum fyrirtækisins, eins og rekstri Crome og rekstri Android stýrikerfisins. Þegar kemur að markaði netvafra er áætlað að markaðshlutdeild Chrome sé um tveir þriðju. Allar leitir í þeim vafra fara gegnum leitarvél Google, nema notendur breyti því sérstaklega. Sjá einnig: Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Lögmenn ráðuneytisins hafa einnig krafist þess að Google verði meinað að setja eigin leitarvél ofar öðrum innan Android-stýrikerfisins sem hannað er fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur. Þá vilja þeir einnig að Google verði bannað að greiða öðrum fyrirtækjum fyrir að vera helsta leitarvél innan annarra stýrikerfa og vafra. Google borgar Apple til að mynda umfangsmiklar upphæðir á hverju ári fyrir það að vera leitarvél Safari-vafra Apple. WSJ segir að um helmingur allra leita á netinu í Bandaríkjunum fari gegnum vörur þar sem Google hefur borgað fyrir að vera í fyrsta sæti. Óljóst hvað Trump gerir Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt mikið púður í að reyna að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Með því markmiði hefur dómsmálaráðuneytið höfðað mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, Apple og Amazon. Google-málið var það fyrsta sem rataði í dómsal. Sjá einnig: Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Nýr dómsmálaráðherra mun væntanlega taka við störfum í Bandaríkjunum á næsta ári. Óljóst er hvort það muni hafa mikil áhrif á málaferlin gegn Google, þar sem Repúblikanar hafi heilt yfir stutt aðgerðir gegn Google, enda hófust þær árið 2020, þegar Trump var enn forseti.
Bandaríkin Google Tækni Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Sjá meira