Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. 26.7.2022 11:38
Ólöglega bruggað áfengi varð 28 að bana Að minnsta kosti 28 eru látin og um sextíu alvarlega veik eftir að hafa drukkið ólöglega bruggað áfengi sem búið var að blanda með óþekktum efnum í Gujarat-fylki. 26.7.2022 10:11
Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22.7.2022 16:03
Draumadagur í Drangey hjá Áslaugu Örnu og vinum Veðurblíðan og náttúrufegurðin í Skagafirðinum virtust fara vel með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunarráðherra, og stjörnum prýddan vinahóp hennar í skemmtiferð þeirra í vikunni. 22.7.2022 13:48
Ardian ósammála Samkeppniseftirlitinu í öllum efnisþáttum Fjárfestingarsjóðurinn Ardian lýsir sig ósammála öllum efnisþáttum í frummati Samkeppniseftirlitsins á kaupum sjóðsins á Mílu frá Símanum. Í frummatinu segir að það sé hætta á að keppinautum í innviðastarfsemi fækki og að viðskiptavinir Símans geti orðið af verðlækkunum. 22.7.2022 12:27
Landlæg veiruskita af völdum kórónuveiru Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur staðfest að landlæg veiruskitu í kúm hér á landi sé af völdum „Bovcov“ eða nautgripakórónuveiru. Í vor gekk veiruskita á kúabúum víða um land og lá grunur að um nautgripakórónuveiru væri að ræða. Með raðgreiningu úr sýni frá kúabúi á Norðurlandi hefur það nú verið staðfest. 22.7.2022 11:28
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22.7.2022 10:44
Magnús Kr. Ingason tekur við sem forstjóri Festi Stjórn Festi hefur ráðið Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Festi, sem forstjóra félagsins frá næstu mánaðarmótum, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 22.7.2022 09:12
Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. 21.7.2022 16:49
Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. 21.7.2022 15:30