Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. 21.7.2022 15:30
Hækka stýrivexti í fyrsta skipti í ellefu ár Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig til að stemma stigu við 8,6 prósent verðbólgu á evrusvæðinu. Hækkunin er sú fyrsta sem seðlabankinn ræðst í síðan 2011. 21.7.2022 14:25
Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21.7.2022 11:58
Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. 21.7.2022 10:58
Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. 21.7.2022 08:51
Spielberg leikstýrði fyrsta tónlistarmyndbandi ferilsins á síma Þrátt fyrir feril sem spannar meira en hálfa öld hefur Steven Spielberg aldrei leikstýrt tónlistarmyndbandi, þar til nú. Í vikunni kom út tónlistarmyndbandið fyrir Cannibal, nýjasta lag Marcus Mumford, sem Spielberg leikstýrði og tók upp á síma. 20.7.2022 14:03
Nema útvarpsmerki sem líkjast hjartslætti úr geimnum Stjörnufræðingar við MIT hafa numið endurtekin útvarpsmerki frá vetrarbraut sem er milljarða ljósára í burtu. Vísindamennirnir hafa ekki staðsett hvaðan merkin koma nákvæmlega en telja að þau komi mögulega frá nifteindastjörnum sem mynduðust úr föllnum risastjörnum. 20.7.2022 12:30
Glúmur, Vigdís Hauksdóttir og Karl Gauti reyna nú við Voga Alls sóttu fjörutíu um stöðu bæjarstjóra í Vogum á Vatnsleysuströnd sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Ásgeiri Eiríkssyni sem gegndi stöðunni síðastliðin ellefu ár. 20.7.2022 10:22
Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18.7.2022 17:05
Tók saman kort með andlátum ferðamanna á Íslandi undanfarin ár Kristján Hlynur Ingólfsson hefur undanfarin tvö ár tekið saman upplýsingar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og er núna búinn að búa til kortasjá sem sýnir hvar á landinu ferðamenn hafa dáið. Hann segir þrjá staði á Suður- og Suðvesturlandi vera stærstu álagssvæðin. 18.7.2022 15:40