Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2023 16:25 Sound of Freedom kemur í bíó á Íslandi í ágúst. Sambíóin/Youtube Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna og bíókóngur Íslands, staðfesti það í samtali við Vísi. „Hún er á leiðinni til okkar og við tökum hana til sýninga mjög fljótt,“ sagði Árni Samúelsson við Vísi. Hann býst við því að hún verði sýnd eftir tvær til tvær og hálfa viku. Sound of Freedom hefur slegið í gegn Vestanhafs og aflað rúmlega 140 milljóna Bandaríkjadala á tæpum mánuði. Myndin er sögð byggja á raunverulegum atburðum og fjallar um baráttu Tim Ballard við að bjarga börnum sem búið er að ræna í frumskógum Kólumbíu. Myndin þykir umdeild og hefur hún sömuleiðis verið tengd við samsæriskenningahreyfinguna QAnon. Aðspurður hvort það hafi ekkert fælt Sambíóin frá hvað myndin hefur verið umdeild sagði Árni svo ekki vera. Þá hefðu Sambíóin reynt í þó nokkurn tíma að fá myndina til sýninga. „Það er búið að taka tíma að ná henni. Þetta er lítið fyrirtæki sem er að selja helling af löndum og þeir hafa mikið að gera,“ sagði Árni um dreifingaraðilann. Kvikmyndahús Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna og bíókóngur Íslands, staðfesti það í samtali við Vísi. „Hún er á leiðinni til okkar og við tökum hana til sýninga mjög fljótt,“ sagði Árni Samúelsson við Vísi. Hann býst við því að hún verði sýnd eftir tvær til tvær og hálfa viku. Sound of Freedom hefur slegið í gegn Vestanhafs og aflað rúmlega 140 milljóna Bandaríkjadala á tæpum mánuði. Myndin er sögð byggja á raunverulegum atburðum og fjallar um baráttu Tim Ballard við að bjarga börnum sem búið er að ræna í frumskógum Kólumbíu. Myndin þykir umdeild og hefur hún sömuleiðis verið tengd við samsæriskenningahreyfinguna QAnon. Aðspurður hvort það hafi ekkert fælt Sambíóin frá hvað myndin hefur verið umdeild sagði Árni svo ekki vera. Þá hefðu Sambíóin reynt í þó nokkurn tíma að fá myndina til sýninga. „Það er búið að taka tíma að ná henni. Þetta er lítið fyrirtæki sem er að selja helling af löndum og þeir hafa mikið að gera,“ sagði Árni um dreifingaraðilann.
Kvikmyndahús Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira