Tilkynnt um sófa á miðjum Vesturlandsvegi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um stolna bíla í gærkvöldi. Þá var henni tilkynnt um slagsmál í miðborginni og mann í Hlíðahverfi sem reyndi að espa aðra upp til slagsmála. Óvæntur sófi birtist á Vesturlandsvegi. 27.7.2023 06:24
Ökumenn beri ábyrgðina Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri. 26.7.2023 10:19
Lægð veldur allhvössum austanvindi Lægð suður í hafi veldur allhvössum austanvindi allra syðst á landinu en það verður hægari vindur annars staðar. Skýjað að mestu en þokuloft við norður- og austurströndina, skúrir inn til landsins og rigning með köflum suðaustanlands. 26.7.2023 08:03
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26.7.2023 07:42
Reyndi að stela tveimur farsímum og réðist svo á starfsmann Það var nokkuð rólegt miðað við oft áður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar. Þó bárust henni þrjár tilkynningar vegna líkamsárása. 26.7.2023 07:02
Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. 26.7.2023 06:42
Hrakin úr bænum eftir að þau greindu frá nasistakveðjum nemenda Tveir menntaskólakennarar voru hraktir úr bænum Burg í austurhluta Þýskalands eftir að þau birtu opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau lýstu eitruðu andrúmslofti, ofbeldi og nasistakveðjum nemenda í skólanum sem þau kenndu við. 25.7.2023 13:10
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25.7.2023 12:04
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í Norðurhús Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í haust í framtíðarhúsnæði ráðuneytisins í Norðurhúsi við Austurbakka. Ráðuneytið mun þar deila húsnæðinu með utanríkisráðuneytinu og Landsbankanum. 25.7.2023 08:34
Skýjað í dag og súld norðaustanlands Það verður austan- og suðaustanátt með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari átt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun. 25.7.2023 08:14