Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2024 19:34 Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hefna sín á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna Eurovision-gríns hans. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira