Þegar Íslendingur deildi við eina stærstu YouTube-stjörnu heims Guðjón Daníel Jónsson, lögregluþjónn og fyrrverandi YouTube-stjarna, var góður vinur hins breska Olajide Olayinka Williams Olatunji, en lenti síðan í deilum við hann. Olajide, sem er betur þekktur undir nafninu KSI, er ein vinsælasta YouTube-stjarna heims. 3.11.2023 13:16
Bændahjón óttaslegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“ Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021. 3.11.2023 07:01
Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. 2.11.2023 17:19
Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. 2.11.2023 08:00
Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. 1.11.2023 16:16
Kona dæmd til að selja íbúðina vegna umgangs úr undirheimum Héraðsdómur Reykjaness hefur gert konu að flytja af heimili sínu og taka með sér allt sem henni tilheyrir og selja eignarhluti sína í umræddu húsi. 31.10.2023 17:06
Aðstoðarmaður Ásmundar í tímabundið leyfi Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, fer í tímabundið leyfi frá störfum frá fyrsta nóvember. Leyfinu mun ljúka þann 30. apríl á næsta ári. 31.10.2023 13:52
Ætlar til Indónesíu að leita föður síns án nokkurra vísbendinga Óðinn Eddy Viðarsson, 43 ára Akureyringur, ætlar sér að fara til Indónesíu til að leita að blóðföður sínum og vill fá með sér tökumann til að fara með sér á ferðalag til að kvikmynda ferðalag sitt og leitina að föðurnum. 30.10.2023 22:09
Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði Alvarlegt umferðarslys varð við Ásvelli í Hafnarfirði síðdegis í dag, eða á sjötta tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 30.10.2023 17:48
Vildu LSD, keyptu MDMA en enduðu í járnum Karl og kona hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot fyrir að flytja hingað til lands fíkniefni sem keypt voru með rafmyntinni Bitcoin. 29.10.2023 07:00