Piltar grunaðir um alvarlega hópárás í Kópavogi Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári. 29.11.2023 17:02
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29.11.2023 14:48
Algjörir yfirburðir Hafdísar Huldar Hafdís Huld Þrastardóttir er sá tónlistarmaður sem Íslendingar hafa hlustað mest á Spotify á árinu sem nú er að líða. Á eftir henni koma Bubbi Morthens og kanadíski rapparinn Drake. Einn annar Íslendingur kemst á topp tíu lista yfir þá tónlistarmenn sem voru vinsælastir á Íslandi, það er Friðrik Dór Jónsson. 29.11.2023 13:00
Tók konu kverkataki og dró hana burt Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar gegn konu. 29.11.2023 10:37
„Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm. 29.11.2023 07:01
Biðla til Grindvíkinga að takmarka orkunotkun á fimmtudag Orkuverið í Svartsengi og Svartsengislína eitt verða tekin úr rekstri á fimmtudagsmorgun á meðan Landsnet reisir nýtt mastur við varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi. Áætlað er að aðgerðin taki um það bil tólf klukkutíma. 28.11.2023 13:42
Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. 28.11.2023 10:55
Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. 27.11.2023 16:58
Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dónaleg“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg. 27.11.2023 16:18
Nemandi beitti kennara ofbeldi í Hörðuvallaskóla Nemandi á miðstigi Hörðuvallaskóla í Kópavogi beitti í dag annan nemanda og kennara ofbeldi. Atvikið átti sér stað í kennslustund. 27.11.2023 14:54