Spurði „er þetta hann?“ og stakk hann fyrirvaralaust í brjóstið Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 17:09 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Candido Alberto Ferral Abreu hefur hlotið fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hnífi í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira