Fólk geti komið sér í þannig ógöngur að ekki sé hægt að bjarga því Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2023 12:57 „Það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum,“ segir Víðir sem tekur þó fram að ef fólk lendi í ógögnum skuli það hringja í neyðarlínuna. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, biðlar til fólks að fylgja fyrirmælum stjórnvalda varðandi eldgosið. Fólk sem fari að gosinu í óleyfi geti komið sér í þá stöðu að ekki verði hægt að bjarga því. „Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
„Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira