„Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. 7.5.2021 10:49
Títan díoxíð (E171) verður ekki lengur leyfilegt aukaefni í matvælum Títan díoxíð er ekki lengur talið öruggt aukaefni í matvælum, samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi efnisins með óyggjandi hætti en ekki er hægt að útiloka skaðleg áhrif á erfðaefni út frá nýjum rannsóknum. 7.5.2021 08:37
Japanir sitja uppi með tugmilljónir bóluefnaskammta Útlit er fyrir að innan tíðar muni Japan sitja uppi með tugmilljónir ónotaðra bóluefnaskammta, þar sem verulegir hnökrar eru á framkvæmd bólusetninga í landinu. 7.5.2021 08:03
Tólf ára mætti með byssu í skólann og skaut tvo samnemendur og starfsmann Tólf ára gömul stúlka í Rigby Middle School í borginni Rigby í Idaho í Bandaríkjunum skaut á tvo samnemendur sína og starfsmann skólans í gær. Fórnarlömbin eru talin munu lifa. 7.5.2021 07:35
Borgarráð rígheldur í berin: „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, neyðist til að gróðursetja berjarunna á tíu fermetra sérafnotareit við íbúð sína eftir að meirihluti borgarráðs hafnaði því í gær að breyta deiliskipulagi á svæðinu. 7.5.2021 07:04
Grunsamlegar mannaferðir og eldur í runna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða og elds í runna. Þá var tilkynnt um nokkur innbrot og umferðaróhöpp. 7.5.2021 06:25
Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands. 6.5.2021 11:21
Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6.5.2021 09:21
Gátu fengið 921 milljón króna fyrir Kirkjuhús árið 2017 Þjóðkirkjan hefði getað fengið 921 milljón krónur fyrir Kirkjuhúsið við Laugaveg árið 2017 en húsið var selt í fyrra á 451 milljón krónur. Fyrrnefnda tilboðinu var hafnað að tillögu biskups. 6.5.2021 07:28
Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6.5.2021 06:47