Kostirnir við Schengen fleiri en gallarnir eins og er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir kostina við Schengen-samstarfið fleiri en gallana. Alltaf þarf að vega og meta kosti og galla slíks samstarfs. Þetta sagði Áslaug Arna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu var meðal annars geta lögreglu til að vísa brotamönnum úr landi. 5.5.2021 11:48
Fimm greindust með Covid-19 í gær og einn var utan sóttkvíar Fimm greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. 173 eru nú í einangrun og fimm liggja inni á sjúkrahúsi. 5.5.2021 11:01
Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5.5.2021 08:34
Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5.5.2021 07:46
Lögregla kölluð til vegna ilmvatnsfiktara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til snemma í gærkvöldi vegna manns sem var að skemma ilmvatnsumbúðir í verslun í póstnúmerinu 103. Talið var að maðurinn hefði ætlað að stela ilmvatninu en hann var kærður fyrir eignaspjöll. 5.5.2021 06:24
Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4.5.2021 08:57
Ber að greiða manni sem hann hélt í þrælkun tvöfaldar bætur Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvöfalda beri bætur sem manni voru dæmdar, eftir að hann var látinn vinna hundrað klukkustundir á viku í mörg ár án þess að fá greidd laun. 4.5.2021 07:57
Lögregla hvetur bóluefnaþega til að leggja löglega Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt færslu á Facebook þar sem athygli er vakin á því að við Laugardalshöll sé að finna 1.700 bílastæði. Tilefnið eru stórir bólusetningardagar í vikunni. 4.5.2021 07:47
Fjórðungur þjóðarinnar hálfbólusettur Fjórðungur Íslendinga 16 ára og eldri hefur fengið einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 en 12,3 prósent hafa verið fullbólusettir. Um 2,1 prósent hafa fengið Covid-19 og/eða er með mótefni fyrir SARS-CoV-2. 4.5.2021 07:03
Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4.5.2021 06:33