Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 11:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bólusetningum miða vel en hjarðónæmi sé ekki náð. Vísir/Vilhelm Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira