„Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 10:49 Guðmundur í „garðinum“. Vísir/Vilhelm „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. „Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin. Reykjavík Skipulag Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
„Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira