Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20.10.2021 07:32
40 nemendur í einangrun eða sóttkví vegna smita í Háteigsskóla Um 40 nemendur í Háteigsskóla og nokkrir kennarar eru ýmist í einangrun eða sóttkví en smit hafa greinst meðal óbólusettra nemenda í fjórða, fimmta og sjötta bekk skólans. 20.10.2021 06:40
Veittust að konu fyrir utan heimili hennar Lögregla handtók tvo unga menn í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um ránstilraun í Kópavogi. Mennirnir höfðu veist að konu við heimili hennar, ógnuðu henni með eggvopni og heimtuðu af henni síma og peninga. 20.10.2021 06:17
Svandís kynnti fullar afléttingar í tveimur skrefum Ríkisstjórnin fundar í dag og tekur meðal annars til umræðu minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um möguleg næstu skref í sóttvarnaaðgerðum innanlands. 19.10.2021 09:18
Mögulegt að rækta pálmatré í Vogabyggð en trjánum fækkað í eitt Mögulegt er að rækta pálmatré við þær aðstæður sem ríkja í Vogabyggð en Reykjavíkurborg hefur ákveðið, í samráði við höfund verðlaunatillögu um útilistaverk á svæðinu, að fækka trjánum úr tveimur í eitt. 19.10.2021 07:36
Ráðuneytið útilokar ekki vafaatriði og ágreining í uppkosningum Það er álit dómsmálaráðuneytisins að í uppkosningum sé einungis endurtekin atkvæðagreiðsla í því kjördæmi þar sem álitamál eru uppi. Þá séu sömu framboð í kjöri og notast skuli við sömu kjörskrá og í fyrri atkvæðagreiðslu. 19.10.2021 06:43
Hrækti á börn og lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gær. Tilkynning hafði borist um að maðurinn, sem var ölvaður, hefði verið að áreita börn og hrækja að þeim. 19.10.2021 06:15
Vara neytendur „sterklega“ við því að neyta kræklings úr Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi í Hvalfirði þar sem DSP þörungaeitur hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST. 18.10.2021 07:32
Forsætisráðherra Spánar heitir því að banna vændi á ný Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hét því í gær að banna vændi í landinu. Í ræðu sinni undir lok þriggja daga ráðstefnu Sósíalistaflokksins sagði hann vændi gera konur að þrælum en rannsóknir benda til að 30 til 40 spænskra karla hafi greitt fyrir kynlíf. 18.10.2021 07:21
Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. 18.10.2021 06:29