Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Það er alltaf gott veður í Hrútafirði - Nema þegar það er ekki

Þeir sem búa eða hafa búið í Hrútafirði vita að þar er meira og minna alltaf logn, sól og rjómablíða. Nema þegar það er ekki. Þetta segja forsvarsmenn Facebook-hópsins Hrútfirðingar, sem efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar til að minna á góða veðrið í heimabyggðinni.

Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu

Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný.

Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður

Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu.

Bein útsending: Á vakt fyrir Ísland

Í dag og á morgun fer fram málþingið „Á vakt fyrir Ísland“, sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir. Á dagskrá eru ýmis erindi sem tengjast störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og umfjöllun um nokkur af stærri verkefnum þeirra síðasta ár.

Breyttar á­bendingar um notkun magnýls gegn krans­æða­sjúk­dóm

„Þetta er nokkurn veginn í takt við það sem við höfum verið að gera hérna á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða kemur upp og það hefur verið að skýrast á undanförnum árum að aspirín er ekki jafn hættulítið og ávinningurinn kannski ekki jafn mikill og talið var.“

Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd

Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist.

Sjá meira