Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22.10.2021 06:27
Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi Píratar mælast nú með 11,7 prósenta fylgi en fengu 8,6 prósent í Alþingiskosningunum. Viðreisn bætir einnig við sig og fer úr 8,3 prósentum í 10 prósent. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn bæta lítillega við sig en Miðflokkurinn fer undir 5 prósent. 21.10.2021 12:40
Hjúkrunarfræðingur fundinn sekur um að hafa myrt fjóra sjúklinga Bandarískur hjúkrunarfræðingur hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt fjóra sjúklinga með því að sprauta súrefni í æðar þeirra. Sjúklingarnir höfðu allir gengist undir hjartaaðgerð. 21.10.2021 12:05
44 greindust með kórónuveiruna í gær 44 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 21.10.2021 10:38
„Það verða eftirmálar af þessu“ Oddgeir Einarsson, lögmaður Angjelin Sterkaj, segir fangelsisdóm í málinu gegn honum í takt við væntingar, þar sem hann hafði játað morðið á Armando Beqirai. Verjandi Murat Selivrada var afar harðorður í garð ákæruvaldsins og sagði málinu ekki lokið. 21.10.2021 09:11
Framvísuðu fölsuðu umboði á lögreglustöð Heldur sérstök uppákoma átti sér stað á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði í gær, þegar þangað mættu tvær konur til að sækja lykla að bifreið. Sögðu þær lögreglu hafa gert lyklana upptæka þegar önnur þeirra var stöðvuð, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. 21.10.2021 06:37
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21.10.2021 06:26
Elísabet fer að ráðum lækna og hættir við heimsókn til Norður-Írlands Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að fara að ráðum lækna og hætta við fyrirhugaða heimsókn til Norður-Írlands. Mun hún nota næstu daga til að hvílast, samkvæmt yfirlýsingu frá Buckingham-höll. 20.10.2021 12:51
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20.10.2021 10:28
Svínsnýra grætt á fótlegg sjúklings starfar eðlilega og framleiðir þvag Skurðlæknum í New York hefur tekist að græða nýra úr erfðabreyttu svíni á mann. Fylgst var með sjúklingnum í 54 klukkustundir og virtist nýrað starfa eðlilega og framleiddi meðal annars þvag og úrgangsefnið kreatínín. 20.10.2021 08:57