Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19.6.2023 06:49
Tímabundið starfsleyfi Hvals hf. framlengt til 12. júlí Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti á miðvikudag að endurnýja starfsleyfi Hvals hf. vegna vinnslu hvalaafurða að Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit tímabundið, til 12. júlí hið í síðasta lagi. 16.6.2023 12:17
Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16.6.2023 11:52
Kynferðislegur lágmarksaldur færður úr 13 árum í 16 Stjórnvöld í Japan hafa gert breytingar á lögum er varða kynferðisbrot, sem fela meðal annars í sér að kynferðislegur lágmarksaldur hefur nú verið færður úr 13 árum í 16 ár. Þá hafa skilyrði „nauðgunar“ verið skýrð og gægjuhneigð gerð refsiverð. 16.6.2023 08:17
Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16.6.2023 07:02
Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. 16.6.2023 06:43
Grímuklæddir menn brutu rúður á skemmtistað í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um fjóra svartklædda menn með grímur sem fóru að skemmtistað í miðborginni og brutu þar fimm rúður. 16.6.2023 06:23
Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15.6.2023 10:37
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15.6.2023 10:06
Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15.6.2023 08:33