Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15.6.2023 07:57
Þingflokkurinn fundar um ráðherraskiptin á sunnudag Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda á sunnudaginn um ráðherraskipti. Þá verður ákvörðun tekin í málinu en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudag. 15.6.2023 06:36
Blóðgjöf forsenda lífsbjargar í heilbrigðiskerfinu „Án blóðgjafa þá getur heilbrigðiskerfið ekki veitt alla þá þjónustu sem það er að veita í dag,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbankanum, þar sem haldið er upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa í dag. 14.6.2023 12:48
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14.6.2023 12:23
Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. 14.6.2023 08:22
Fórnarlömbin háskólanemar og maður á sextugsaldri Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli. 14.6.2023 07:30
Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14.6.2023 07:02
„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“ Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur. 13.6.2023 11:10
Deilt um forræði barnanna sem lifðu flugslysið í regnskóginum Forræðisdeilur eru komnar upp milli ættingja barnanna fjögurra sem lifðu flugslys og 40 daga ein í Amazon-regnskóginum í Kólumbíu. Móðir barnanna lést í kjölfar flugslyssins. 13.6.2023 08:24
Leikarinn Treat Williams er látinn Bandaríski leikarinn Treat Williams, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, er látinn. Hann var 71 árs. 13.6.2023 07:17