Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 07:08 Mazouk segir ómögulegt að sleppa gíslunum á meðan árásir Ísraelsmanna standa yfir. Netanyahu segir hlé ekki verða gerð fyrir en gíslunum verður sleppt. epa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31