„Við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi“ Formaður ÖBÍ segir nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða í gær fagnaðarefni. Samkomulagið eigi að tryggja fötluðum lögbundna þjónustu frá sveitarfélögum sem hingað til hafi reynst erfitt. 16.12.2023 12:27
Gefa jólagjafir til bágstaddra í minningu sonar síns Foreldrar Hlyns Snæs, sem lést aðeins sextán ára, ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar og annarra góðferðarfélaga í minningu sonar síns. Slík gjafmildi hefði verið í hans anda. 15.12.2023 23:54
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15.12.2023 08:30
Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11.12.2023 19:27
„Svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans“ Fósturfjölskylda tólf ára drengs frá Palestínu sem synjað hefur verið um vernd á Íslandi segir tilhugsunina um að hann verði sendur aftur til Grikklands foreldralaus skelfilega. Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd. 4.12.2023 12:16
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28.11.2023 20:18
„Enginn góður kostur í stöðunni“ Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni. 28.11.2023 13:03
„Við erum ekkert alveg búin með þennan atburð“ Jarðskjálftahviða var á kvikuganginum á Reykjanesi um miðnætti og segir jarðskjálftafræðingur það til marks um að enn sé kvika á hreyfingu í kvikuganginum. Ljóst sé að atburðinum sé ekki lokið. 27.11.2023 11:57
„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. 23.11.2023 12:52
Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum. 22.11.2023 12:16