Gefa jólagjafir til bágstaddra í minningu sonar síns Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. desember 2023 23:54 Foreldrar Hlyns Snæs sem lést aðeins sextán ára að aldri árið 2018. Vísir/Sigurjón Foreldrar Hlyns Snæs, sem lést aðeins sextán ára, ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar og annarra góðferðarfélaga í minningu sonar síns. Slík gjafmildi hefði verið í hans anda. Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs. Jól Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs.
Jól Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira