„Við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:27 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir/Ívar Fannar Formaður ÖBÍ segir nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða í gær fagnaðarefni. Samkomulagið eigi að tryggja fötluðum lögbundna þjónustu frá sveitarfélögum sem hingað til hafi reynst erfitt. Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira