„Við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:27 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir/Ívar Fannar Formaður ÖBÍ segir nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða í gær fagnaðarefni. Samkomulagið eigi að tryggja fötluðum lögbundna þjónustu frá sveitarfélögum sem hingað til hafi reynst erfitt. Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira