Verkirnir verri þegar hún var á túr en daginn eftir aðgerð Tuttugu og fimm ára gömul kona segir að loks hafi verið hlustað á hana eftir að hafa kvartað í þrettán ár undan martraðakenndum tíðarverkjum. Hún fór í kviðarholsaðgerð í gær vegna legslímuflakks og segir verkina eftir aðgerðina mun betri en mánaðarlegu tíðarverkina sem hún glímdi við. 27.10.2023 13:58
Fyrsta sinn í Íslandssögunni sem nýir foreldrar eru alveg einir á báti Sérfræðingur í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf segir mjög mikilvægt fyrir allar kynslóðir að ömmur og afar hjálpi nýjum foreldrum og passi barnabörnin. Nýir foreldrar eigi ekki rétt á að amma og afi passi en samtal um þátttöku þeirra verði að eiga sér stað. 27.10.2023 09:09
Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. 27.10.2023 08:29
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26.10.2023 15:59
Samtök Píeta opna aðstöðu á Ísafirði Samtök Píeta opnuðu í dag Píetaskjól á Ísafirði í aðstöðu geðræktarmiðstöðvar Vesturafls. Athvarfið er það fjórða á Íslandi en fyrsta á Vestfjörðum. 26.10.2023 15:35
Flugfreyjur segja Birgi vita vel að fullyrðingar hans hafi verið rangar Stjórn Flugfreyjufélags Íslands segir fullyrðingar Birgis Jónssonar, forstjóra Play, í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir eigi að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. 26.10.2023 14:51
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26.10.2023 14:15
Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu. 26.10.2023 13:44
Nýtt félag um heilbrigðislausnir Origo stofnað Origo mun um mánaðamót stofna nýtt og sjálfstætt félag í kring um heilbrigðislausnir Origo, sem fær nafnið Helix. Markmið félagsins verður að flétta saman tækni, hugvit og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. 26.10.2023 11:58
Marinó tekur við Mílu af Marion Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Mílu. Hann tekur við hlutverkinu af Marion Calcine, sem sinnti hlutverkinu tímabundið en situr áfram í stjórn félagsins. 26.10.2023 09:10