Strokukóngur fær fjórtán ár fyrir strokutilraun Franskur maður sem fékk upphafleg dóm fyrir vopnað rán hefur verið dæmdur í annað sinn til fangelsisvistar fyrir að strjúka úr fangelsi. Fjórtán ár bætast nú við fangelsisvistina eftir að hann flúði fangelsi í París meðal annars með aðstoð þyrlu. 26.10.2023 08:55
Sólheimajökull skríður fram í fyrsta sinn í hálfan annan áratug Í fyrsta sinn í fjórtán ár hefur Sólheimajökull skriðið fram. Þetta kom í ljós þegar nemendur í sjöunda bekk í Hvolsskóla fóru í árlega mælingu á jöklinum síðastliðinn mánudag. 26.10.2023 08:32
Greip til aðgerða eftir að ábending barst um slæma aðstöðu hrossa Matvælastofnun segir ekki fyrirhugað að hross verði haldin á bæ á Vestfjörðum í vetur eftir að ábending um slæman aðbúnað barst stofnuninni. Eigandi hrossanna hafi brugðist við kröfum MAST um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða. 26.10.2023 08:13
Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25.10.2023 15:32
Afkoma Hafnarfjarðarbæjar betri en var vænst Afkoma Hafnarfjarðarbæjar á fyrri helmingi þessa árs var 208 milljónum króna betri en áætlanir geðru ráð fyrir. Eiginfjárhlutfall bæjarins og fyrirtækja í eigu hans nam 32,2 prósentum í lok júnímánaðar. 25.10.2023 14:53
Fimm látnir eftir skipaárekstur í Norðursjó Minnst fimm eru látnir eftir að tvö flutningaskip skullu saman í Norðursjó nærri strönd Þýskalands. Annað skipið sökk í kjölfar árekstursins. 25.10.2023 14:25
Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25.10.2023 13:35
Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. 25.10.2023 12:58
Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. 25.10.2023 12:28
Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. 25.10.2023 10:15