Milljarðamæringar vilja borga meiri skatta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 07:34 Valerie Rockefeller (t.v.), Abigail Disney (f.m.) og Brian Cox (t.h.) eru meðal þeirra sem kalla eftir hærri sköttu á hina allra ríkustu. Vísir/Getty Rúmlega 250 milljarða- og milljónamæringar í dollurum talið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ríkisstjórnir heims hækki skattana þeirra. Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr). Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr).
Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49