Milljarðamæringar vilja borga meiri skatta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 07:34 Valerie Rockefeller (t.v.), Abigail Disney (f.m.) og Brian Cox (t.h.) eru meðal þeirra sem kalla eftir hærri sköttu á hina allra ríkustu. Vísir/Getty Rúmlega 250 milljarða- og milljónamæringar í dollurum talið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ríkisstjórnir heims hækki skattana þeirra. Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr). Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr).
Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent