„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 09:57 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir samfélagið skulda Grindvíkingum að rétta fram hjálparhönd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. „Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“ Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“
Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32
NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16