Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys

Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent.

Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík

Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét rasísk ummæli falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gleðskap á Búnaðarþingi og baðst afsökunar á þeim í dag. Aðstoðarmaður ráðherra þrætti fyrir orð Sigurðar um helgina. Við ræðum við þingmenn sem hafa ýmislegt við atburðarásina um helgina að athuga.

Fær bætur eftir að hafa runnið til í bleytu með grautar­pott

Tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu þrjár milljónir króna í bætur eftir að hún slasaðist á vinnustað sínum árið 2016. Konan hafði verið að reiða fram pott af hafragraut þegar hún rann til á eldhúsgólfi vinnustaðarins með þeim afleiðingum að hún olnbogabrotnaði.

Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum.

Snarpir jarðskjálftar í Grindavík

Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 

Sjá meira