Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent. 4.4.2022 21:01
Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. 4.4.2022 20:52
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4.4.2022 19:58
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4.4.2022 19:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét rasísk ummæli falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gleðskap á Búnaðarþingi og baðst afsökunar á þeim í dag. Aðstoðarmaður ráðherra þrætti fyrir orð Sigurðar um helgina. Við ræðum við þingmenn sem hafa ýmislegt við atburðarásina um helgina að athuga. 4.4.2022 18:01
Fær bætur eftir að hafa runnið til í bleytu með grautarpott Tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu þrjár milljónir króna í bætur eftir að hún slasaðist á vinnustað sínum árið 2016. Konan hafði verið að reiða fram pott af hafragraut þegar hún rann til á eldhúsgólfi vinnustaðarins með þeim afleiðingum að hún olnbogabrotnaði. 4.4.2022 17:22
Guðmundur Ari leiðir lista Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Guðmundur Ari Sigurjónsson verkefnastjóri og bæjarfulltrúi mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti listans er Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. 3.4.2022 16:45
Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. 3.4.2022 16:30
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3.4.2022 15:03
Netverjar mótmæla niðurskurði hjá Strætó: „Á hvaða brengluðu tímalínu lifi ég?“ Netverjar eru síður en svo sáttir með breytta ferðaáætlun Strætó sem var kynnt í gær. Strætómál og leigubílaleysi hefur verið til mikillar umræðu, til að mynda á Twitter, og segja netverjar um öryggismál að ræða. 3.4.2022 14:15