Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:32 Auglýsingin birtist á Facebook-síðu VG í nótt. Kosningastjóri flokksins segir að svona mistök gerist þegar verkefnum er útvistað. Vísir „Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“ Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira