Ísland upp um fimm sæti á Regnbogakorti Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 11:42 Malta trónir enn á toppnum en Ísland er komið upp í níunda sæti. ILGA-Europe Ísland hækkar um fimm sæti á milli ára á Regnbogakorti ILGA Europe. Ísland er nú komið í níunda sæti en var í því fjórtánda í fyrra. Utanríkisráðherra segir lög um kynrænt sjálfræði spila stórt hlutverk í þessari þróun. Evrópusamtök hinsegin fólks, ILGA-Europe, birta Regnbogakortið árlega í kring um alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks sem er 17. maí. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í ríkjum Evrópu. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að lög um kynrænt sjálfræði, sem sett voru hér á landi árið 2019, hafi komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðli að réttarbótum fyrir trans og intersex fólk með því að staðfesta rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Þá hafi réttur trans foreldra enn fremur verið bættur þegar kemur að foreldraskráningu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fagnar því að Ísland sé komið í tíu efstu ríkin á listanum. Hún segir það mega rekja til þessara breytinga á lögum um kynrænt sjálfræði. Pleased to see #Iceland 🇮🇸 in the top 1️⃣0️⃣ countries of the #RainbowEurope 2022 of @ILGAEurope #Iceland is now in 9th place, climbing up five places since last year. This is due to recent domestic legal reforms to continue improving the rights of all #LGBTI individuals 🏳️🌈🏳️⚧️ https://t.co/fCpLHiWEFW— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 12, 2022 „Ísland stefnir enn hærra og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nú lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Verði þingsályktunartillagan samþykkt mun hún leiða til enn frekari réttarbóta fyrir hinsegin fólk,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Slík aðgerðaráætlun, auk verkefna í aðgerðaráætluninni, er talin líkleg til að þoka Íslandi enn hærra á Regnbogakortinu. Danmörk og Ísland eru hástökkvarar Norðurlandanna í ár og er Danmörk nú í öðru sæti á kortinu, en var í níunda sæti í fyrra. Svíþjóð og Noregur hækka um eitt sæti en Finnland fellur niður um sex sæti og er nú í tólfta sæti á listanum. Malta trónir enn á toppnum og Aserbaídsjan er enn í neðsta sæti. Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Evrópusamtök hinsegin fólks, ILGA-Europe, birta Regnbogakortið árlega í kring um alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks sem er 17. maí. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í ríkjum Evrópu. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að lög um kynrænt sjálfræði, sem sett voru hér á landi árið 2019, hafi komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðli að réttarbótum fyrir trans og intersex fólk með því að staðfesta rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Þá hafi réttur trans foreldra enn fremur verið bættur þegar kemur að foreldraskráningu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fagnar því að Ísland sé komið í tíu efstu ríkin á listanum. Hún segir það mega rekja til þessara breytinga á lögum um kynrænt sjálfræði. Pleased to see #Iceland 🇮🇸 in the top 1️⃣0️⃣ countries of the #RainbowEurope 2022 of @ILGAEurope #Iceland is now in 9th place, climbing up five places since last year. This is due to recent domestic legal reforms to continue improving the rights of all #LGBTI individuals 🏳️🌈🏳️⚧️ https://t.co/fCpLHiWEFW— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 12, 2022 „Ísland stefnir enn hærra og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nú lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Verði þingsályktunartillagan samþykkt mun hún leiða til enn frekari réttarbóta fyrir hinsegin fólk,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Slík aðgerðaráætlun, auk verkefna í aðgerðaráætluninni, er talin líkleg til að þoka Íslandi enn hærra á Regnbogakortinu. Danmörk og Ísland eru hástökkvarar Norðurlandanna í ár og er Danmörk nú í öðru sæti á kortinu, en var í níunda sæti í fyrra. Svíþjóð og Noregur hækka um eitt sæti en Finnland fellur niður um sex sæti og er nú í tólfta sæti á listanum. Malta trónir enn á toppnum og Aserbaídsjan er enn í neðsta sæti.
Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira