Ísland upp um fimm sæti á Regnbogakorti Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 11:42 Malta trónir enn á toppnum en Ísland er komið upp í níunda sæti. ILGA-Europe Ísland hækkar um fimm sæti á milli ára á Regnbogakorti ILGA Europe. Ísland er nú komið í níunda sæti en var í því fjórtánda í fyrra. Utanríkisráðherra segir lög um kynrænt sjálfræði spila stórt hlutverk í þessari þróun. Evrópusamtök hinsegin fólks, ILGA-Europe, birta Regnbogakortið árlega í kring um alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks sem er 17. maí. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í ríkjum Evrópu. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að lög um kynrænt sjálfræði, sem sett voru hér á landi árið 2019, hafi komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðli að réttarbótum fyrir trans og intersex fólk með því að staðfesta rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Þá hafi réttur trans foreldra enn fremur verið bættur þegar kemur að foreldraskráningu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fagnar því að Ísland sé komið í tíu efstu ríkin á listanum. Hún segir það mega rekja til þessara breytinga á lögum um kynrænt sjálfræði. Pleased to see #Iceland 🇮🇸 in the top 1️⃣0️⃣ countries of the #RainbowEurope 2022 of @ILGAEurope #Iceland is now in 9th place, climbing up five places since last year. This is due to recent domestic legal reforms to continue improving the rights of all #LGBTI individuals 🏳️🌈🏳️⚧️ https://t.co/fCpLHiWEFW— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 12, 2022 „Ísland stefnir enn hærra og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nú lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Verði þingsályktunartillagan samþykkt mun hún leiða til enn frekari réttarbóta fyrir hinsegin fólk,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Slík aðgerðaráætlun, auk verkefna í aðgerðaráætluninni, er talin líkleg til að þoka Íslandi enn hærra á Regnbogakortinu. Danmörk og Ísland eru hástökkvarar Norðurlandanna í ár og er Danmörk nú í öðru sæti á kortinu, en var í níunda sæti í fyrra. Svíþjóð og Noregur hækka um eitt sæti en Finnland fellur niður um sex sæti og er nú í tólfta sæti á listanum. Malta trónir enn á toppnum og Aserbaídsjan er enn í neðsta sæti. Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Evrópusamtök hinsegin fólks, ILGA-Europe, birta Regnbogakortið árlega í kring um alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks sem er 17. maí. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í ríkjum Evrópu. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að lög um kynrænt sjálfræði, sem sett voru hér á landi árið 2019, hafi komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðli að réttarbótum fyrir trans og intersex fólk með því að staðfesta rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Þá hafi réttur trans foreldra enn fremur verið bættur þegar kemur að foreldraskráningu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fagnar því að Ísland sé komið í tíu efstu ríkin á listanum. Hún segir það mega rekja til þessara breytinga á lögum um kynrænt sjálfræði. Pleased to see #Iceland 🇮🇸 in the top 1️⃣0️⃣ countries of the #RainbowEurope 2022 of @ILGAEurope #Iceland is now in 9th place, climbing up five places since last year. This is due to recent domestic legal reforms to continue improving the rights of all #LGBTI individuals 🏳️🌈🏳️⚧️ https://t.co/fCpLHiWEFW— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 12, 2022 „Ísland stefnir enn hærra og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nú lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Verði þingsályktunartillagan samþykkt mun hún leiða til enn frekari réttarbóta fyrir hinsegin fólk,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Slík aðgerðaráætlun, auk verkefna í aðgerðaráætluninni, er talin líkleg til að þoka Íslandi enn hærra á Regnbogakortinu. Danmörk og Ísland eru hástökkvarar Norðurlandanna í ár og er Danmörk nú í öðru sæti á kortinu, en var í níunda sæti í fyrra. Svíþjóð og Noregur hækka um eitt sæti en Finnland fellur niður um sex sæti og er nú í tólfta sæti á listanum. Malta trónir enn á toppnum og Aserbaídsjan er enn í neðsta sæti.
Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira