Íslandi spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2022 12:30 Systur tryggðu Íslandi sæti í úrslitum Eurovision í gærkvöldi. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Ísland komst áfram upp úr fyrri undanriðli Eurovision í úrslitin í gær. Systrum hafði ekki verið spáð framgöngu í úrslitin í veðbönkum en klukkutímana fyrir undankeppnina sagði spá veðbankanna að 37 prósent líkur væru á því að systurnar kæmust í úrslitin. Systur sögðu sjálfar í samtali við Vísi í gær að það hafi komið þeim á óvart þegar nafn Íslands var kallað af kynnunum við upplistun þeirra landa sem komust í úrslit í gærkvöldi. „Já, þetta kom á óvart. Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó, ókei. Svo bara allt í einu, what? Við komumst í gegn,“ sögðu systur í samtali við fréttastofu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Átján lönd munu keppa um tíu sæti í úrslitum á seinna undanúrsitakvöldinu á morgun. Þar er Svíþjóð, Póllandi og Ástralíu spáð bestu gengi en Rúmenía, Ísrael, Írland, Georgía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía talin ólíkleg til framgöngu. San Marínó og Malta eru í baráttusætum. Úrslitin fara svo fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á laugardag þar sem tuttugu og fimm lönd keppa til úrslita. Fyrir liggur að Armenía, Frakkand, Þýskaland, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Úkraína, Ítalía, Grikkland, Ísland, Litháen, Moldóva og Bretland muni keppa í úrslitum en í ljós kemur á morgun hvaða tíu lönd bætast við. Íslandi er nú spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu.Skjáskot Samkvæmt veðbönkum eru helmingslíkur á að Úkraína beri sigur úr bítum í keppninni og Ítalía talin næstsigurstranglegust með 12 prósenta vinningslíkur. Þar á eftir koma Bretland og Svíþjóð. Ísland er nú í 23. sæti í veðbönkum. Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Ísland komst áfram upp úr fyrri undanriðli Eurovision í úrslitin í gær. Systrum hafði ekki verið spáð framgöngu í úrslitin í veðbönkum en klukkutímana fyrir undankeppnina sagði spá veðbankanna að 37 prósent líkur væru á því að systurnar kæmust í úrslitin. Systur sögðu sjálfar í samtali við Vísi í gær að það hafi komið þeim á óvart þegar nafn Íslands var kallað af kynnunum við upplistun þeirra landa sem komust í úrslit í gærkvöldi. „Já, þetta kom á óvart. Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó, ókei. Svo bara allt í einu, what? Við komumst í gegn,“ sögðu systur í samtali við fréttastofu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Átján lönd munu keppa um tíu sæti í úrslitum á seinna undanúrsitakvöldinu á morgun. Þar er Svíþjóð, Póllandi og Ástralíu spáð bestu gengi en Rúmenía, Ísrael, Írland, Georgía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía talin ólíkleg til framgöngu. San Marínó og Malta eru í baráttusætum. Úrslitin fara svo fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á laugardag þar sem tuttugu og fimm lönd keppa til úrslita. Fyrir liggur að Armenía, Frakkand, Þýskaland, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Úkraína, Ítalía, Grikkland, Ísland, Litháen, Moldóva og Bretland muni keppa í úrslitum en í ljós kemur á morgun hvaða tíu lönd bætast við. Íslandi er nú spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu.Skjáskot Samkvæmt veðbönkum eru helmingslíkur á að Úkraína beri sigur úr bítum í keppninni og Ítalía talin næstsigurstranglegust með 12 prósenta vinningslíkur. Þar á eftir koma Bretland og Svíþjóð. Ísland er nú í 23. sæti í veðbönkum.
Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11
Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19
Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06