Systurnar sagðar eiga betri líkur á að komast áfram eftir fyrstu æfingu Systurnar Sigga, Beta og Elín eru mættar til Tórínó á Ítalíu þar sem keppt verður í Eurovision í næstu viku. Fyrstu myndskeiðin af æfingum systranna hafa verið birt og Eurovisionsérfræðingar telja systurnar eiga enn betri líkur á að fá framgang í keppninni eftir að hækkun var bætt í lagið. 5.5.2022 17:34
Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. 4.5.2022 23:26
Framkvæmdastjóra Siðmenntar sagt upp störfum Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018. 4.5.2022 21:55
Vilja ná jafnvægi í húsnæðismálum og flýta Sundabraut Framsóknarflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á jafnvægi í húsnæðismálum, vill tryggja framgang Samgöngusáttmálans, hækka frístundastyrki og efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum. 4.5.2022 21:44
DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. 4.5.2022 21:10
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4.5.2022 20:08
Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. 4.5.2022 19:51
Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4.5.2022 19:32
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4.5.2022 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4.5.2022 18:01