Bláa Lónið bakhjarl HönnunarMars næstu þrjú árin Bláa Lónið og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem stendur að hátíðinni HönnunarMars á hverju ári, hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. 4.5.2022 17:21
Sendur lifandi í líkhúsið Fjórum opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum eftir að aldraður maður á hjúkrunarheimili í Sjanghæ reyndist á lífi, eftir að hann hafði verið settur upp í líkbíl. 3.5.2022 23:06
Átta létust eftir landadrykkju Átta létust í írönsku borginni Bandar Abbas eftir að hafa drukkið heimabruggað áfengi. Minnst 51 til viðbótar gekkst undir læknishendur vegna áfengiseitrunar og sautján þeirra liggja á gjörgæslu. 3.5.2022 22:50
„Aldrei hægt að réttlæta skipulagsbreytingar sem ástæðu hópuppsagna“ Stjórn Húss Fagfélaganna segir aldrei hægt að réttlæta hópuppsagnir með skipulagsbreytingum eða jafnlaunavottum. Hún segir jafnframt ekki hægt að verja gjörðir meirihlutar stjórnar Eflingar um hópuppsögn á skrifstofu félagsins. 3.5.2022 22:02
Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3.5.2022 21:39
Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. 3.5.2022 20:29
Fleiri kosið utan kjörfundar í Reykjavík en fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 Fleiri hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík nú en fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018, þótt tíminn til að kjósa utan kjörfundar sé mun styttri nú en þá. 3.5.2022 19:01
„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“ Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið. 3.5.2022 18:38
Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu. 3.5.2022 18:16
Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. 3.5.2022 17:53