„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27.5.2022 12:16
Neytendastofa slær á fingur Aventuraholidays vegna „besta verðsins til Tenerife“ Neytendastofa hefur slegið á fingur Aventuraholidays ehf. fyrir að hafa birt auglýsingar þar sem því var haldið fram að ferðaskrifstofan biði upp á „Besta verðið til Tenerife í vetur“ og „Aventura tryggir bestu hótelin á Tenerife á miklu betra verði“. 27.5.2022 10:59
Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27.5.2022 09:25
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25.5.2022 16:05
Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25.5.2022 15:25
Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25.5.2022 14:38
Fregnir berist af meirihlutaviðræðum í Reykjanesbæ um og eftir helgi Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ mjakast og búast má við fregnum af þeim um og eftir helgi. Þetta segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. 25.5.2022 13:36
Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25.5.2022 11:16
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25.5.2022 10:24
Sagði vinkonu stökkva á vagninn vegna annarrar nauðgunarkæru Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun árið 2009 þar sem dómurinn taldi ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna sekt hans. Fá sönnunargögn lágu fyrir í málinu og byggði málið að miklu leyti á framsögu vitna. 24.5.2022 16:29