Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. 24.5.2022 16:22
Lagning nýs sæstrengs frá Þorlákshöfn til Írlands hafin Áhöfn kapalskips bandaríska strengjaframleiðandans SubCom hóf í gær lagningu nýja fjarskiptastrengsins ÍRIS frá Hafnarvík við Þorlákshöfn til Galway á Írlandi. Sæstrengurinn er um 1.800 kílómetra langur og mun stórauka fjarskiptaöryggi Íslands við Breltand og meginland Evrópu. 24.5.2022 16:02
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24.5.2022 14:31
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24.5.2022 13:50
Meirihlutaviðræður í Kópavogi á lokametrunum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi eru á lokametrunum. Flokkarnir vonast til þess að hægt verði að greina frá hvernig línur liggja í þessari viku. 24.5.2022 13:10
Tíðinda að vænta á Akranesi á morgun Tíðinda er að vænta af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi á morgun. Þetta segir Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akranesi, í samtali við fréttastofu. 24.5.2022 12:06
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24.5.2022 10:06
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17.5.2022 15:30
L-listinn með þrjá af fimm fulltrúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Samvinnulistinn, eða L-listinn, var sigursæll í sveitarstjórnarkosningum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á laugardag. Listinn fékk þrjá menn inn í sveitarstjórn af fimm fulltrúum sem þar sitja. 17.5.2022 15:22
Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17.5.2022 14:54