Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:58 Samtökin '78 kæra Helga Magnús vararíkissaksóknara vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum um hinsegin hælisleitendur. Vísir Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri samtakanna staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Stjórn Samtakanna '78 hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, vegna ummæla hans um hinsegin fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd,“ segir í kærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum. Hana má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ummælin lét Helgi falla á Facebook á fimmtudagskvöld í síðustu viku þegar hann deildi viðtali fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun Útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Ummæli Helga á Facebook.Facebook Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Ríkissaksóknari hefur ummæli Helga til skoðunar og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að ummælin kæmu illa við sig. Hinsegin Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri samtakanna staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Stjórn Samtakanna '78 hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, vegna ummæla hans um hinsegin fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd,“ segir í kærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum. Hana má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ummælin lét Helgi falla á Facebook á fimmtudagskvöld í síðustu viku þegar hann deildi viðtali fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun Útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Ummæli Helga á Facebook.Facebook Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Ríkissaksóknari hefur ummæli Helga til skoðunar og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að ummælin kæmu illa við sig.
Hinsegin Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35
Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49