Ritstjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dauðvona konu skipað að hætta að hringja á heilsugæsluna

Læknir neitaði að sinna konu sem hneig niður heima hjá sér í Ólafsvík af því að hún hafði kvartað undan þjónustu hans. Konan lést skömmu síðar eftir langvarandi veikindi en eiginmaður hennar segir hana ekki hafa fengið rétta meðferð vegna þess að læknarnir töldu hana vera lyfjafíkil

Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki

Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið.

Flestar matvörur lækkað talsvert í verði á síðustu tveimur árum

Hagstætt gengi og harðari samkeppni við innflutta vöru skilar lægra matarverði til neytenda og hafa flestar matvörur lækkað talsvert í verði á síðustu tveimur árum fyrir utan mjólkina sem hefur hækkað um ríflega sjö prósent. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grípa þurfi inn í einokunarstöðu mjólkurframleiðenda.

Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt

Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum.

Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: "Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“

Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar.

Refsivert að sinna ekki tilkynningarskyldu barnaverndarlaga

Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra telja ástæðu til að menn verði látnir taka afleiðingum af mistökum við rannsókn á meintum kynferðisbrotum starfsmanns barnaverndar. Þingmaður Pírata bendir þó á að saknæmt sé að tilkynna ekki mál til barnaverndaryfirvalda samkvæmt barnaverndarlögum.

Engin meðferð fyrir fólk með matarfíkn

Stofnandi síðunnar Matarfíkn segir heilbrigðiskerfið ekki taka matarfíkn nægilega alvarlega, engin meðferð sé í boði á vegum hins opinbera og læknar segi fólki einfaldlega að borða minna og hreyfa sig meira.

Vilja óháða rannsókn á mistökum lögreglu í máli barnaverndarstarfsmanns

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur óskað formlega eftir upplýsingum frá dómsmálaráðherra um hvaða aðgerða hafi verið gripið til vegna mistaka lögreglu í máli starfsmanns barnaverndaryfirvalda. Þingmaður Pírata segir sjálfstætt eftirlit þurfi með störfum lögreglu, ekki sé boðlegt að lögregla rannsaki sjálfa sig.

Sjá meira