Eygló verkefnisstjóri nýs húsnæðisúrræðis Kvennaathvarfsins Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 12:15 Eygló segir að húsnæðismál og baráttan gegn ofbeldi séu málaflokkar sem henni er annt um. Vísir/Eyþór Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu. Mun hún veita forystu nýrri húsnæðissjálfseiganstofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um sextán íbúðir sem ætlunin er að byggja. „Húsnæðismálin og baráttan gegn ofbeldi eru málaflokkar sem mér hefur verið annt um og verið hjartans mál og er þakklát fyrir að fá að leiða þetta verkefni,” segir Eygló í samtali við fréttastofu. Eygló segir mikla nauðsyn á húsnæðisúrræði fyrir konur sem leita til Kvennaathvarfsins sem sjáist á lengdum dvalartíma í athvarfinu. Borgin hefur úthlutað athvarfinu lóð miðsvæðis í borginni og talið er að bygging taki eitt og hálft til tvö ár. „Það hefur verið kallað millistigsúrræði þannig að konur og börn geti búið í íbúðum í þrjú ár í mesta lagi á meðan þær eru að jafna sig eftir ofbeldi í nánu sambandi, ganga frá skilnaði, koma fjármálum og koma sér í jafnvel í nám og vinna úr áfallinu sem tengist ofbeldinu.” Fjármagnið kemur að hluta til úr söfnun frá Á allra vörum síðasta haust og hafa ýmsir boðið fram aðstoð við að hanna íbúðirnar og innrétta þær. Lögð er áhersla á að skapa heimili fyrir konur og börn en einnig verður lögð áhersla á að tryggja öryggi kvennanna. „Þetta er leiguhúsnæði en á hagkvæmu verði en það verður líka þessi stuðningur til viðbótar. Ekki bara leiguíbúðir á góðum stað heldur verður viðbótarstuðningur til að hjálpa fjölskyldunum.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu. Mun hún veita forystu nýrri húsnæðissjálfseiganstofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um sextán íbúðir sem ætlunin er að byggja. „Húsnæðismálin og baráttan gegn ofbeldi eru málaflokkar sem mér hefur verið annt um og verið hjartans mál og er þakklát fyrir að fá að leiða þetta verkefni,” segir Eygló í samtali við fréttastofu. Eygló segir mikla nauðsyn á húsnæðisúrræði fyrir konur sem leita til Kvennaathvarfsins sem sjáist á lengdum dvalartíma í athvarfinu. Borgin hefur úthlutað athvarfinu lóð miðsvæðis í borginni og talið er að bygging taki eitt og hálft til tvö ár. „Það hefur verið kallað millistigsúrræði þannig að konur og börn geti búið í íbúðum í þrjú ár í mesta lagi á meðan þær eru að jafna sig eftir ofbeldi í nánu sambandi, ganga frá skilnaði, koma fjármálum og koma sér í jafnvel í nám og vinna úr áfallinu sem tengist ofbeldinu.” Fjármagnið kemur að hluta til úr söfnun frá Á allra vörum síðasta haust og hafa ýmsir boðið fram aðstoð við að hanna íbúðirnar og innrétta þær. Lögð er áhersla á að skapa heimili fyrir konur og börn en einnig verður lögð áhersla á að tryggja öryggi kvennanna. „Þetta er leiguhúsnæði en á hagkvæmu verði en það verður líka þessi stuðningur til viðbótar. Ekki bara leiguíbúðir á góðum stað heldur verður viðbótarstuðningur til að hjálpa fjölskyldunum.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira