Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 19:38 Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“ Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“
Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira