
Kvöldfréttir Stöðvar 2
Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Íbúar segja rof á símasambandi áhyggjuefni og kalla eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Við heyrum í íbúum og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.