Manúela fékk heilablóðfall um jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. janúar 2023 16:16 Manúela Ósk Harðardóttir er framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi. Vísir/Vilhelm Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk)
Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira