Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Samúel Karl Ólason, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. janúar 2023 15:37 Ragmagnslínur á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Suðurnesjalína 2 Grindavík Vogar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira