Öllum starfsmönnum Samtakanna '78 sagt upp störfum Samningar við ríkið og Reykjavíkurborg renna út um áramótin sem þýðir að ekki er grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri samtakanna ef ekki nást nýir samningar fyrir þann tíma að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. 30.9.2020 17:57
Fyrsta „hjólatyllan“ sett upp í Reykjavík Fyrsti svokallaði hjólabiðstandurinn hefur verið tekinn í gagnið í Reykjavík. Biðstandurinn er neon-grænn að lit og var settur upp í gær á horni Laugavegar og Nóatúns. 23.9.2020 23:19
10% íslenskra fjölskyldna eiga hátt í 44% af heildareignum Þetta má lesa úr tölum sem birtar voru á vef Hagstofunnar í dag en Hagstofan birtir árlega talnaefni um eigna- og skuldastöðu heimilanna. 23.9.2020 22:11
Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23.9.2020 21:00
Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23.9.2020 19:38
Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni. 23.9.2020 18:42
Vonar að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands Sóttvarnalæknir ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. 20.8.2020 20:30
Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. 19.8.2020 20:00
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18.8.2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18.8.2020 19:42