Meðal þeirra sem voru á vettvangi í dag var fulltrúi norskrar tækjaleigu í eftirlitsferð sem segir jarðýtu fyrirtækisins aldrei hafa verið nýtta í sambærilegt verkefni.
Aðstæðurnar minni helst á kvikmyndatökustað. Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að tilraunir til hraunkælingar með vatni í gærkvöldi og í nótt hafi gengið þokkalega.
„Þó að það sé verið að dæla upp töluvert miklu vatni með þá erum við ekki að fara að stýra eða stoppa hraunflæði með vatni. Jarðýtur er það sem er verið að nota og er miklu árangursríkara. En þau plön sem við settum upp virkuðu og við þurfum að nota öll tækifæri til að afla okkur reynslu og sjá hvað þarf ef þetta stækkar, þannig að okkar plan gekk upp,” segir Einar Sveinn
Vatni var dælt nokkura vegalengd frá virkjuninni í Svartsengi og notast við bíla frá Isavia af Keflavíkurflugvelli.
